Allt mun koma fram
31 Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. 32Hann verður framseldur heiðingjum. Þeir munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann. 33 Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta en á þriðja degi mun hann upp rísa.“
34 En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.