12Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta
og tigna nafn þitt að eilífu
13því að miskunn þín er mikil við mig,
þú hefur frelsað sál mína frá djúpi heljar.
14Guð, ofstopamenn réðust á mig,
hópur ofbeldismanna sóttist eftir lífi mínu
en þig höfðu þeir ekki fyrir augum.
15En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð,
þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur.
16Snú þér að mér og ver mér náðugur,
veit þjóni þínum kraft þinn
og hjálpa syni ambáttar þinnar.
17Gef mér tákn um gæsku þína
svo að hatursmenn mínir horfi á það sneyptir
að þú, Drottinn, hjálpar mér og huggar mig.