Skrá yfir þá sem sneru aftur

1 Þetta eru þeir íbúar skattlandsins sem sneru heim úr útlegð hinna herteknu. Nebúkadnesar, konungur í Babýlon, hafði flutt þá í útlegð til Babýlonar. Nú sneru þeir aftur, hver til sinnar borgar. 2 Þeir komu aftur með Serúbabel, Jesúa, Nehemía, Seraja, Reelja, Mordekaí, Bilsan, Mispar, Bigvaí, Rehúm og Baana.
Fjöldi karlmanna af þjóð Ísraels var:
3 Niðjar Parós 2172.
4 Niðjar Sefatja 372.
5 Niðjar Ara 775.
6 Niðjar Pahats Móabs, það er niðjar Jesúa og Jóabs, 2812.
7 Niðjar Elams 1254.
8 Niðjar Sattú 945.
9 Niðjar Sakkaí 760.
10 Niðjar Baní 642.
11 Niðjar Bebaí 623.
12 Niðjar Asgads 1222.
13 Niðjar Adóníkams 666.
14 Niðjar Bigvaí 2056.
15 Niðjar Adíns 454.
16 Niðjar Aters frá Hiskía 98.
17 Niðjar Besaí 323.
18 Niðjar Jóra 112.
19 Niðjar Hasúms 223.
20 Niðjar Gibbars 95.
21 Ættaðir frá Betlehem 123.
22 Menn frá Netófa 56.
23 Menn frá Anatót 128.
24 Ættaðir frá Asmavet 42.
25 Ættaðir frá Kirjat Jearím, Kefíra og Beerót 743.
26 Ættaðir frá Rama og Geba 621.
27 Menn frá Mikmas 122.
28 Menn frá Betel og Aí 223.
29 Ættaðir frá Nebó 52.
30 Niðjar Magbís 156.
31 Niðjar annars Elams 1254.
32 Niðjar Haríms 320.
33 Ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó 725.
34 Ættaðir frá Jeríkó 345.
35 Ættaðir frá Senaa 3630.
36 Prestarnir voru: niðjar Jedaja, af ætt Jesúa, 973.
37 Niðjar Immers 1052.
38 Niðjar Pasúrs 1247.
39 Niðjar Haríms 1017.
40 Levítarnir voru: niðjar Jesúa og Kadmíels, af niðjum Hódavja, 74.
41 Söngvararnir voru: niðjar Asafs 128.
42 Niðjar hliðvarðanna voru: niðjar Sallúms, niðjar Aters, niðjar Talmóns, niðjar Akúbs, niðjar Hatíta, niðjar Sóbaí, alls 139.