Hann er prestur þeirra Íraka, sem snúið hafa aftur heim eftir stríðið. Hin djúpu sár í sál og sinni gera vart við sig. Presturinn Younan dregur fram biblíusögur til þess að lýsa hryllingnum og missinum eftir stríðið.

Presturinn Younan hefur gert biblíuvikulestraráætlanir til notkunar fyrir kristnu Írakana, sem komnir eru heim á ný. Kirkjurnar eru allar að hruni komnar. Viðstaddir safnast saman í garðinum fyrir utan kirkjurústirnar.

Biblían í nýju ljósi

„Margt kristið fólk hefur endurnýjað viðhorf sitt til Biblíunnar,“ segir hann. „Biblían hefur verið mörgu fólki eins og kókoshneta. Því hefur ekki tekist að vinna sig í gegnum kókosskelina til þess að bragða góða matinn inni í henni. Það hefur enga þekkingu á Gamla testamentinu. Ef við höfum þekkingu á Gamla testamentinu, skiljum við Nýja testamentið betur.“

„Þetta sem kom fyrir okkur, minnir á brottflutninginn til Babel: Þótt þeir hefðu syndgað mikið, var Guð með þeim. Guð er okkur alltaf nærri, þótt við teljum okkur hafa fjarlægst hann.

Með þessum hætti fer ég loks úr þessum heimi. Ég fer héðan allslaus. Guð hefur sýnt mér, að allt sem mér hlotnaðist í þessum heimi, verður um síðir einskis virði. Guði dettur ekki í hug að spyrja að því, hversu margar bækur ég átti eða hversu fjáður ég var.“

 

Misstu allt

Þann 6. ágúst árið 2014 neyddist presturinn Younan til þess að flýja. Klukkan var að ganga fimm að nóttu til. „Ég varð að fara frá öllu sem ég átti — fötum, bókum, bíl og heimili mínu. Átti bara fötin sem ég var í.“

Hann ber flóttann saman við dauðann. „Með þessum hætti fer ég einu sinni úr þessum heimi, allslaus. Guð hefur sýnt mér, að allt sem ég eignaðist hér, er mér einskis virði. Guði dettur þá ekki í hug að spyrja að því, hversu margar bækur ég átti eða hversu fjáður ég var.“

 

Trúin er okkar haldreipi

Séra Younan hefur velt því fyrir sér hvernig líf okkar hefði verið, værum við ekki kristin. „Haldreipi okkar er kristna trúin. Hún bjargaði okkur frá hræðslu og ofbeldi. Hvernig hefðum við getað fundið hvíld og frelsun, hefðum við ekki verið kristin?“

Séra Younan heldur námskeið fyrir okkur um efnið Sálarangist og tjón hjá kristna flóttafólkinu í Qaraqosh sem snúið hefur heim á ný. Hann upplifir Biblíuna sem öfluga auðlind í starfsemi sinni. „Námskeiðin koma fólkinu að miklu gagni, bæði andlega og líkamlega. Á öllum sviðum lífsins hjálpar Jesús okkur út úr vonleysinu. Við eigum að hætta öllum vangaveltum um flótta okkar að heiman; heldur íhuga þess í stað hvernig lífið getur haldið áfram. Það er eins og að ferðast í gegnum þrjá bæi; — fyrst hafnar þú eða afneitar vandamálunum; síðan verður þú bitur og reiður; að lokum hefst nýtt upphaf,“ segir hann.

– – –

Heimild: Hið danska biblíufélag.

–   –   –

 

Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur þýddi úr færeysku.