Réttlæti og trú

21 En nú hefur Guð opinberað réttlæti sitt sem lögmálið og spámennirnir vitna um og byggist ekki á lögmáli. 22Það er: Réttlæti trúarinnar sem Guð gefur öllum þeim sem trúa á Jesú Krist. Hér er enginn greinarmunur: 23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð 24 og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verðskuldi það, af náð með endurlausn sinni í Kristi Jesú. 25 Guð bendir á blóð hans sem sáttarfórn[ þeim sem trúa. Þannig sýnir hann réttlæti sitt. Hann hafði umborið þær syndir sem áður voru drýgðar 26 til þess að birta réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann er sjálfur réttlátur og réttlætir þann sem trúir á Jesú. 27 Hver getur þá hrósað sér? Enginn. Eða af hvaða lögmáli ætti það að vera? Verkanna? Nei, heldur af lögmáli trúar. 28 Ég álít að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. 29 Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? 30 Jú, líka heiðingja, svo sannarlega sem Guð er einn og réttlætir jafnt umskorna menn af trú og óumskorna fyrir sömu trú. 31 Geri ég þá lögmálið að engu með trúnni? Öðru nær. Ég staðfesti lögmálið.