Biblían fyrir tossa. 

Biblíunámskeið Þórhalls Heimissonar verður haldið  laugardaginn 1. febrúar 2020 kl. 09.30-12.30 í Reykjavík.

Námskeiðið heitir:

„ BIBLÍAN FYRIR TOSSA “

Þar verður pælt á gagnrýninn hátt  í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar – og spurt um sannleiksgildi og innihald þessarar þekktustu bókar sögunnar.

Þórhallur hefur ferðast vítt og breytt um Mið-Austurlönd einn og sem leiðsögumaður og kryddar námskeiðið eigin myndum og frásögnum og upplifunum frá Ísrael, Jórdaníu, Egyptalandi, Tyrklandi og Persaflóaríkjunum

 

Verð er 7.500 kr

Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com

Innifalið: Námskeiðið, kaffi, og kennslubók um Biblíuna sem Þórhallur hefur skrifað og heitir einmitt “Biblían fyrir tossa”.