Eftir Will Maule, rithöfund

Þegar árið 2019 rennur sitt skeið, hefur hið vinsæla biblíuapp YouVersion afhjúpað mest lesna biblíuvers undanfarinna 12 mánaða og það er einstaklega áleitið, í ljósi hinna fallvöltu tíma sem við lifum á:

Í Filippíbréfinu 4.6 stendur: „Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“

‘Having Faith Is Not a Crime’: Chinese Megachurch Elder Defiant After Being Sentenced to Four Years in Prison

Þetta vinsæla vers er einföld beiðni Páls postula til fylgjenda Jesú í Filippí, þar sem þeim er bent á að vera ekki kvíðin vegna neins, heldur að nálgast Guð þess í stað með bæn fyrir málum sínum og kvíðaefnum og vera þess fullviss, að Drottinn muni sjá þeim fyrir öllu sem þeir þarfnast.

„Það er okkur uppörvun að sjá svo margt fólk leita svara í Biblíunni við því sem veldur því kvíða, minnugt þess sem Guð hefur gert í lífi þess og velja að treysta á trúfesti hans,“ sagði stofnandi appsins, Bobby Gruenewald, í blaðaviðtali.

Þetta var ennfremur gott ár fyrir YouVersion, þar sem fleira fólk en nokkru sinni fyrr tileinkaði sér Ritninguna í gegnum snjallsíma sína og spjaldtölvur.

Hið ótrúlega gerðist, að aukningin á biblíutengdu efni varð 30% á meðal notanda appsins — hlýtt var á 5,6 milljarða kafla og hvorki meira né minna en 35,6 milljarðar kafla voru lesnir. Þar að auki var um það bil 478 milljónum versa deilt og 1,1 milljón daga var varið í lestur Biblíunnar.

Appið, sem upphaflega var þróað af stóreignakirkjunni Life Church í Oklahoma, hefur notið góðs af gífurlegum vexti síðan því var hleypt af stokkunum árið 2008. Merkilegt má telja, að 400 milljónir manna hafa halað því niður víðs vegar um heiminn, auk 50 milljóna til viðbótar á síðastliðnu ári einu saman.

https://www.faithwire.com/2019/12/05/in-wake-of-deadly-attack-on-christian-worshippers-west-african-evangelical-leaders-urge-love-and-forgiveness/

Hversu ótrúlega sem það hljómar, eru margir þeirra, sem nýlega hafa tileinkað sér þetta app, frá löndum, þar sem kristni á undir högg að sækja.

Samkvæmt ársskýrslu YouVersion frá 2019 hefur notkunin á biblíutengdu efni í Alsír aukist um 219%, en þar hafa ofsóknir gegn kristnum mönnum færst í vöxt á því ári.

Önnur lönd, þar sem sjá má aukningu á lestri Biblíunnar voru: Marokkó, Indland, Nepal, Sambía, Afganistan, Myanmar, Bangladess og Tsjad.

„Hvernig við sjáum fólk tileinka sér Ritninguna á heimsvísu þykir okkur vera spennandi,“ bætti Gruenewald við,“ „þar sem á bak við sérhvert yfirlitað biblíuvers, sérhvern dag, þar sem Biblían hefur verið lesin eða kafla í hljóðbók sem hlýtt er á, er manneskja sem hefur umbreyst við það að kynnast Guði nánar með því að verja tíma í Biblíuna.“

https://www.faithwire.com/2019/12/05/when-god-calls-you-should-humble-yourself-mlb-star-manny-ramirez-reveals-how-jesus-changed-his-life/

Nú er hægt að fá YouVersion-biblíuappið á 1.343 tungumálum og 2.013 mismunandi útgáfum.

„Á hverju ári, er við sökkvum okkur niður í þessar tölur, erum við í skýjunum yfir því hvernig Guð notar þetta app til þess að koma vonar- og kærleiksboðskap sínum á framfæri við brostinn heim,“ sagði stofnandinn. „Við fögnum auðmjúk því tækifæri að sjá líf fólks breytast á sérhverju byggðu bóli um veröld víða.“

 

 

  •  –  –  Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur íslenskaði