19. kafli

14 Þetta eru lagaákvæði: Þegar maður deyr í tjaldi verður hver sem kemur inn í tjaldið og hver sem í tjaldinu er óhreinn í sjö daga. 15 Sérhvert opið ílát, sem lok er ekki bundið á, er óhreint. 16 Hver, sem snertir einhvern sem hefur verið veginn með sverði úti á víðavangi eða einhvern látinn mann, mannabein eða gröf, verður óhreinn í sjö daga.
17 Fyrir þann sem hefur saurgast skal taka nokkuð af ösku syndafórnar sem hefur verið brennd, láta hana í ílát og hella fersku vatni yfir. 18 Síðan skal hreinn maður taka ísóp og dýfa í vatnið og stökkva því á tjaldið, á öll ílát og það fólk sem er í tjaldinu eða þann sem hefur snert mannabein, veginn mann, látinn mann eða gröf. 19 Sá hreini skal stökkva vatninu á þann óhreina á þriðja og sjöunda degi og hreinsa hann af synd á þeim sjöunda. Síðan skal hann þvo klæði sín og lauga sig í vatni og er hann þá hreinn að kvöldi.
20 Ef maður saurgast og hreinsar sig ekki af synd skal hann upprættur úr söfnuðinum því að hann hefur saurgað helgidóm Drottins, hreinsunarvatni hefur ekki verið stökkt á hann, hann er saurugur. 21 Þetta skal vera ykkur ævarandi regla. Sá sem stökkvir hreinsunarvatni skal einnig þvo klæði sín og sá sem snertir hreinsunarvatnið verður saurugur til kvölds. 22 Allt, sem sá saurugi snertir, er saurugt og sérhver maður, sem snertir hann, verður óhreinn til kvölds.“

20. kafli

Dauði Mirjamar og vatn úr kletti

1 Í fyrsta mánuðinum komu Ísraelsmenn, allur söfnuðurinn, til eyðimerkurinnar Sín og fólkið settist að í Kades. Þar dó Mirjam og þar var hún grafin.