1 Til söngstjórans. Liljulag. Asafsvitnisburður. Sálmur.
2Hirðir Ísraels, hlýð á,
þú, sem leiðir Jósef eins og hjörð.
Þú, sem ríkir yfir kerúbunum,
birst þú í geisladýrð
3fyrir Efraím, Benjamín og Manasse.
Vek upp kraft þinn
og skunda oss til hjálpar.
4Guð, reis oss að nýju,
lát ásjónu þína lýsa, að vér frelsumst.
5Drottinn, Guð hersveitanna,
hve lengi varir reiði þín
meðan lýður þinn biður?
6Þú gafst þeim tárabrauð að eta,
færðir þeim gnægð tára að drekka.
7Þú gerðir oss að þrætuefni granna vorra
og fjandmenn vorir smánuðu oss.
8Guð hersveitanna, reis oss að nýju,
lát ásjónu þína lýsa, að vér frelsumst.