Varnaðarorð

17 En þið elskuðu, minnist þeirra orða sem postular Drottins vors Jesú Krists hafa áður talað. 18 Þeir sögðu við ykkur: „Á síðasta tíma munu koma spottarar sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum.“ 19 Það eru þeir sem valda sundrungu, þeir eru bundnir við þennan heim og hafa eigi andann. 20 En þið elskuðu, byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar. Biðjið í heilögum anda. 21 Látið kærleika Guðs varðveita ykkur sjálf og bíðið eftir að Drottinn vor Jesús Kristur sýni ykkur náð og veiti ykkur eilíft líf.
22 Sumir eru efablandnir, sýnið þeim mildi, 23 suma skuluð þið frelsa með því að hrífa þá út úr eldinum, sýnið sumum óttablandna mildi og forðist jafnvel klæði þeirra sem flekkuð eru af synd.

Bæn

24 En Guði, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína lýtalaus í fögnuði, 25einum Guði sem frelsar oss fyrir Jesú Krist, Drottin vorn, sé dýrð, hátign, máttur og vald frá alda öðli, nú og um allar aldir. Amen.