Kristin trú er í þróttmiklum vexti víða um heim. Það sýna tölur frá fjölmörgum ríkjum. Kína, fjölmennasta ríki heims, er eitt þeirra landa sem ekki gefur upp nákvæmar tölur um umfang og vöxt kristinnar trúar. En hitt er ljóst að um margra ára skeið hefur kristnu fólki fjölgað hratt í Kína, svo mjög að til eru þeir sem áætla að að fylgjendum Krists fjölgi um heil 7% árlega þar í landi.

Hversu mikill sem vöxturinn er þá er eitt víst: Aðgengi Kínverja að Biblíunni styður við vöxt og framgang heilnæmrar kristinnar trúar þar í landi. Ekki er heimilt að flytja inn Biblíur til Kína en aftur á móti er ekkert sem kemur í veg fyrir að þær séu prentaðar þar. Í því ljósi hafa Sameinuðu Biblíufélögin (UBS) stutt við uppbyggingu prentsmiðju sem prentar Biblíur í Kína.

Íslenskar krónur eru drjúgar í þessari mikilvægu prentsmiðju. Litlar 1350 krónur duga til kaupa á pappír í heilar 10 Biblíur! 3000 krónur duga þannig fyrir pappír í rúmar 22 Biblíur. Fyrir þín tilstuðlan geta 22 manneskjur í Kína fengið beinan aðgang að Orði Guðs í Biblíunni.

Völd og áhrif Kína vaxa dag frá degi í hinu alþjóðlega samfélagi. Það er okkur bjargföst vissa að ef fleiri Kínverjar verða innblásnir, helgast og mótast og af Guðs orði, þá muni það verða Kína og heiminum öllum til farsældar og blessunar.

Tökum þátt í þessu verkefni. Tökum höndum saman við kristið fólk í öllum heiminum og styðjum við útbreiðslu Orðsins í Kína.

Og biðjum þess að það megi falla í góða, frjóa jörð.

Gleðilega hátíð!
Fyrir hönd Hins íslenska biblíufélags
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson formaður framkvæmdarnefndar

Hægt er að styrkja við söfnunina með kreditkorti með að smella hér.

Einnig er hægt að millifæra á reikning félagsins:

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555
Merkt: jol2019