65 Þá vaknaði Drottinn eins og af svefni,
eins og bardagamaður sem vaknar af ölvímu.
66 Hann rak fjandmenn sína á flótta,
gerði þeim ævarandi háðung.
67 Hann hafnaði tjaldi Jósefs,
kaus sér eigi ættbálk Efraíms
68 en valdi sér Júda ætt,
Síonarfjall sem hann elskaði.
69 Hann reisti helgidóm sinn sem himinhæðir,
grundvallaði hann að eilífu eins og jörðina.
70 Síðan útvaldi hann þjón sinn, Davíð,
sótti hann í fjárbyrgin.
71 Hann tók hann frá lambánum
til þess að vera hirðir fyrir Jakob, lýð sinn,
og arfleifð sína, Ísrael.
72 Davíð var hirðir þeirra af heilum hug,
leiddi þá með hygginni hendi.