15Dagur Drottins
vofir yfir öllum þjóðum.
Eins og þú breyttir við aðra,
þannig verður breytt við þig.
Verk þín munu koma sjálfum þér í koll.
16Eins og þér drukkuð
á helgu fjalli mínu,
þannig munu allar þjóðir ævinlega drekka.
Þær munu drekka og drekka stórum
og verða eins og þær hefðu aldrei verið til.

Sigur Ísraels

17En á Síonarfjalli munu menn komast af
og það skal verða heilagt
og Jakobsniðjar munu endurheimta eigur sínar.
18Ætt Jakobs verður sem eldur
og ætt Jósefs sem bál
en ætt Esaú verður að hálmi.
Þeir munu kveikja í honum og eyða
og enginn mun undan komast af niðjum Esaú
því að svo hefur Drottinn mælt.
19Sunnlendingar munu fá fjall Esaú til eignar
og íbúar vesturhlíðanna Filisteu.
Og þeir munu eignast Efraímsland og Samaríuhérað
en Benjamín Gíleað.
20Brottfluttir hermenn Ísraels
munu taka lönd Kanverja til eignar
allt til Sarefta
og útlagarnir frá Jerúsalem,
sem dveljast í Sefarad,
munu eignast borgir Suðurlandsins.
21Sem bjargvættir munu þeir halda
upp til Síonarfjalls
og dæma þaðan fjall Esaú
og Drottinn hlýtur konungdæmið.