4. Kafli

Dæmið ekki

11 Talið ekki illa hvert um annað, systkin.[ Sá sem talar illa um bróður sinn eða systur[ eða dæmir þau,[ talar illa um lögmálið og dæmir lögmálið. En ef þú dæmir lögmálið þá hlýðir þú ekki lögmálinu heldur ertu dómari þess. 12 Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem getur frelsað og tortímt. En hver ert þú sem dæmir náungann?

Ef Drottinn vill

13 Heyrið, þið sem segið: „Í dag eða á morgun skulum við fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dveljast þar eitt ár og versla þar og græða!“ 14 Þið vitið ekki hvernig líf ykkar verður á morgun. Því að þið eruð gufa sem sést um stutta stund en hverfur síðan. 15 Í stað þess ættuð þið að segja: „Ef Drottinn vill þá bæði lifum við og þá munum við gera þetta eða annað.“ 16 En nú stærið þið ykkur í oflátungsskap. Allt slíkt stærilæti er vont. 17 Hver sem því hefur vit á að gera gott en gerir það ekki, hann drýgir synd.

5. Kafli

Til auðmanna

1 Hlustið á, þið auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir ykkur munu koma. 2 Auður ykkar er orðinn fúinn og klæði ykkar eru orðin mölétin, 3 gull ykkar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða ykkur til vitnis og éta hold ykkar eins og eldur. Þið hafið safnað fjársjóðum á síðustu dögum. 4 Launin, sem þið hafið haft af verkamönnunum sem slógu lönd ykkar, hrópa og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. 5 Þið hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þið hafið alið hjörtu ykkar á slátrunardegi. 6Þið hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir ykkur ekki viðnám.