8Er þér, Níníve, vandara um en Nó-Ammón
sem lá við Nílarfljót, umflotin vatni,
og átti sér fljótið að vígi
og vatnið að varnarvirki?
9Styrk sinn sótti hún til Eþíópíumanna
og hinna óteljandi Egypta.
Pútmenn og Líbíumenn voru hjálparlið hennar.
10Og þó flæmdist hún í útlegð
og varð að þola herleiðingu,
ungbörn hennar voru einnig lamin í hel
á öllum gatnamótum.
Hlutkesti var varpað um fyrirmenn hennar
og allir höfðingjar hennar voru reyrðir í fjötra.
11Eins verður þú ofurölvi,
eins verður þú magnþrota,
eins muntu leita hælis
fyrir fjandmönnum þínum.