1 Til söngstjórans. Fyrir Jedútún.[ Asafssálmur.
2Ég kalla til Guðs og hrópa,
kalla til Guðs svo að hann heyri til mín.
3Í neyð minni leita ég til Drottins,
rétti út hendur mínar um nætur og þreytist ekki,
ég læt ekki huggast.
4Minnist ég Guðs andvarpa ég,
hugsi ég mig um missi ég móðinn. (Sela)
5Þú heldur augum mínum opnum,
mér er órótt og ég má eigi mæla.
6Ég íhuga fyrri daga,
löngu liðin ár.
7Ég er hugsi um nætur,
hugleiði í hjarta mínu,
grandskoða hug minn.
8Útskúfar Drottinn um aldur og ævi,
er náð hans með öllu horfin,
9er trúfesti hans á enda,
fyrirheit hans endanlega þrotin?
10Hefur Guð gleymt gæsku sinni
og í reiði byrgt miskunn sína? (Sela)
11Ég hugsa: „Þetta er kvöl mín,
að hægri hönd Hins hæsta hefur breyst.“