Sá sem bindur sig við jörðina að fullu segir eitthvað á þessa leið: „Það að sjá er að trúa, það að trúa er að sjá.“
Þetta er villa.
Trúin tekur við Guðs einfalda orði. Sá trúaði gerir slíkt hið sama. Hann trúir Guðs orði, því það er Guðs orð. Og það sem meira er, sá trúaði veit að hann getur gengið að Guðs ómengaða orði í Biblíunni. Þar býr Guðs orð og er ætíð heima.
Guð gefur út tákn og stórmerki og þau er og að finna í Biblíunni. Táknin geta verið víðar og fleiri en við eigum ekki að binda okkur við nema eitt tákn. Það er táknið eina og sanna, tákn Jónasar spámanns um Krist upprisinn. Það er við, Krist!
Hann er táknið sem Guð gaf, hann er táknið sem vísar veginn, hann er táknið sem er lifandi. Hann er ætíð viðbúinn, til reiðu, alltaf heima – í Biblíunni.
Trúin gerir allt mögulegt. Hið jarðbundna juð án trúar gerir allt þyngra. Trúin sem Biblían boðar er í grunninn sú sem hér segir:
Jesús sagði við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ (Markús 9:23)
Og enn fremur:
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. (Hebreabréfið 11:1)
Þráir þú að trúa? Getur þú verið fullviss um það sem þú ekki færð séð?
Biblían er handa þér. Hún er rit okkar sem trúum – og hún er lykill fyrir þá sem langar að trúa. Hún er saga, hún er bókmenntir, hún er spádómar og síðast en ekki síst er hún lifandi vitnisburður um líf Jesú Krists.
– – –
-
Guðmundur S. Brynjólfsson