Biblíulestur 17. ágúst – Slm 74.12-23

2019-06-12T16:28:11+00:00Laugardagur 17. ágúst 2019|

12Guð er konungur minn frá ómunatíð,
hann, sem færir jörðinni hjálpræði.
13Þú klaufst hafið með mætti þínum,
þú molaðir hausa drekanna á hafinu,
14þú braust hausa Levjatans, [
gafst hann eyðimerkurdýrum að æti,
15þú lést lindir og læki spretta fram,
þurrkaðir upp vatnsmikil fljót,
16þinn er dagurinn og þín er nóttin,
þú gerðir ljós og sól,
17þú ákvaðst öll mörk jarðar,
sumar og vetur gerðir þú.
18Mundu, Drottinn, að fjandmaðurinn spottar
og heimskingjar lasta nafn þitt.
19Ofursel ekki villidýrinu líf turtildúfu þinnar,
gleym ekki um aldur lífi þinna hrjáðu.
20Gef gætur að sáttmála þínum
því að í hverju skúmaskoti landsins ríkir ofbeldi.
21Lát kúgaða ekki snúa frá þér með smán,
megi smáðir og snauðir lofa nafn þitt.
22 Rís upp, Guð, berstu fyrir málstað þínum,
minnstu þess að heimskingjar lasta þig liðlangan daginn,
23 gleym eigi hrópi óvina þinna
og glaumkæti fjandmanna þinna sem sífellt stígur upp.

Fara efst