11. kafli

17 Jójada gerði síðan sáttmála milli Drottins, konungsins og þjóðarinnar um að hún skyldi vera þjóð Drottins og einnig sáttmála[ milli konungsins og þjóðarinnar. 18 Því næst fór allur landslýður til húss Baals, reif niður ölturu þess, mölbraut líkneskin þar og frammi fyrir ölturunum drap hann Mattan sem var prestur Baals.
Presturinn setti vörð við musteri Drottins 19 og safnaði saman hundraðshöfðingjunum, Kareum, lífvörðunum og öllum landslýðnum. Síðan leiddu þeir konunginn niður úr musteri Drottins og gegnum hlið lífvarðanna til konungshallarinnar. Þar settist hann í hásæti konunganna, 20 en landslýðurinn gladdist og ró færðist yfir borgina. En Atalía var drepin með sverði í konungshöllinni.

12. kafli

Jóas Júdakonungur

1 Jóas var sjö ára þegar hann varð konungur.