1 Asafssálmur.
Vissulega er Guð góður við Ísrael,
við þá sem hjartahreinir eru.
2En við lá að mér skrikaði fótur,
litlu munaði að ég hrasaði
3þar sem ég öfundaði oflátungana
þegar ég sá velgengni hinna guðlausu.
4Þeir líða engar kvalir,
eru líkamlega hraustir og vel á sig komnir,
5þeir hafa ekki áhyggjur eins og annað fólk,
verða ekki fyrir áföllum eins og aðrir menn.
6Hrokinn er því hálsmen þeirra,
þeir eru sveipaðir ofríki eins og skikkju.
7Frá mörhjarta kemur misgjörð þeirra, [
hugur þeirra er þrunginn illum áformum.
8Þeir spotta og lasta,
af yfirlæti hóta þeir kúgun,
9þeir gapa upp í himininn
og tungan veður yfir jörðina.
10Því snýr fólk sér til þeirra
og drekkur í sig orð þeirra.
11Þeir segja: „Hvað ætli Guð taki eftir þessu?
Veit Hinn hæsti nokkuð?“
12Sjá, þannig eru þeir guðlausu,
ætíð áhyggjulausir og safna auðæfum.