1 Eftir Salómon.
Guð, fel konungi dóma þína
og konungssyni réttlæti þitt
2svo að hann dæmi lýð þinn í réttlæti
og þína þjáðu með sanngirni.
3Fjöllin beri þjóðinni frið
og hæðirnar réttlæti.
4Hann láti hina þjáðu meðal þjóðarinnar ná rétti sínum
og veiti hinum snauðu hjálp
og kremji kúgarann.
5Þá mun hann lifa meðan sólin skín
og tunglið ber birtu frá kyni til kyns.
6Hann falli sem regn á slægjuland,
gróðrarskúr sem vætir landið.
7Um daga hans mun hinn réttláti blómstra
og friður og farsæld uns tunglið er ekki framar til.
8Hann mun ríkja frá hafi til hafs
og frá Fljótinu til endimarka jarðar.
9Fjandmenn hans munu falla á kné fyrir honum
og óvinir hans sleikja duftið.
10Konungar frá Tarsis og frá fjarlægum eylöndum
koma færandi hendi,
konungarnir frá Saba og Seba
munu færa honum skatt.
11Allir konungar skulu lúta honum,
allar þjóðir heims þjóna honum