9Útskúfa mér ekki í elli minni,
yfirgef mig eigi er þróttur minn þverr.
10Því að óvinir mínir tala um mig,
þeir sem sitja um líf mitt ráða ráðum sínum
11og segja: „Guð hefur yfirgefið hann.
Eltið hann og grípið því að enginn bjargar honum.“
12Guð, ver eigi fjarri mér,
Guð minn, skunda mér til hjálpar.
13Þeir sem ógna mér farist með skömm,
þeir sem óska mér ógæfu
hljóti háðung og smán.
14En ég mun sífellt vona
og auka enn á lofstír þinn.
15Munnur minn mun boða réttlæti þitt
og allan daginn velgjörðir þínar
sem ég hef eigi tölu á.
16Ég vil lofsyngja máttarverk þín, Drottinn Guð,
og lofa réttlæti þitt, það eitt.