Það er afskaplega skemmtilegt að segja frá því að nú höfum við bætt inn nýjum möguleika hér á heimasíðuna. Þar er um að ræða fræðslu um ritningarnar og er hana að finna hér:

https://biblian.is/fraedsla/ 

Sem vitur byggingameistari hef ég lagt grundvöll eftir þeirri náð sem Guð hefur veitt mér en annar hefur byggt ofan á. En sérhver athugi hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun koma í ljós hvernig verk hvers og eins er. Dagurinn mun leiða það í ljós af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. Ef það fær staðist sem einhver byggir ofan á mun hann fá laun. En brenni það upp mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann komast af en þó eins og úr eldi. (Fyrra Korintubréf 3:10-15)

 

Kær kveðja og Guðs eilífa blessun,

Guðmundur Brynjólfsson framkv.stj. HÍB