17 Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát. Þeir vaka yfir sálum ykkar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlát til þess að þeir geti gert það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri ykkur til ógagns.
18 Biðjið fyrir mér því að ég er þess fullviss að ég hef góða samvisku og vil í öllum greinum breyta vel. 19 Ég bið ykkur enn rækilegar um að gera þetta til þess að ég verði brátt aftur sendur til ykkar.

Bæn og kveðjur

20 Guð friðarins, sem leiddi Drottin vorn, Jesú, hinn mikla hirði sauðanna,[ upp frá dauðum með blóði eilífs sáttmála, 21 styrki yður í öllu góðu í hlýðni við vilja sinn. Láti hann allt það verða í oss sem honum er þóknanlegt fyrir Jesú Krist. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen.
22 Ég hef ritað ykkur fáein hvatningarorð, ég bið ykkur, systkin,[ að taka þeim vel.
23 Þið skuluð vita að bróðir okkar Tímóteus hefur verið látinn laus og ásamt honum mun ég heimsækja ykkur, komi hann bráðum.
24 Berið kveðju öllum leiðtogum ykkar og öllum heilögum. Mennirnir frá Ítalíu senda ykkur kveðju.
25 Náð sé með yður öllum.