4 Enn sem komið er hefur barátta ykkar við syndina ekki kostað ykkur lífið. 5 Hafið þið gleymt hvernig Guð hvetur ykkur eins og börn sín:[
Barnið mitt, [ lítilsvirð ekki aga Drottins
og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig.
6Því að Drottinn agar þann sem hann elskar
og hirtir harðlega hvert það barn [ er hann tekur að sér.

7 Þolið aga. Guð fer með ykkur eins og börn sín.[ Öll börn búa við aga. 8 Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. 9 Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa? 10 Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann. 11 Um stundar sakir virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar en eftir á veitir hann þeim er alist hafa upp við hann friðsamt og réttlátt líf.
12 Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. 13 Látið fætur ykkar feta beinar brautir til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði en verði heilt.

Hvatningar og fyrirmæli

14 Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin. 15 Hafið gát á að enginn missi af náð Guðs, að engin beiskjurót renni upp sem truflun valdi og margir saurgist af. 16 Gætið þess að eigi sé neinn hórkarl eða vanheilagur eins og Esaú sem fyrir einn málsverð lét af hendi frumburðarrétt sinn. 17 Þið vitið að það fór líka svo fyrir honum að hann var rækur ger þegar hann síðar vildi öðlast blessunina þó að hann grátbændi um hana. Hann fékk ekki færi á að iðrast.