2. kafli

Dagur dómsins

17 Þið þreytið Drottin með orðum ykkar. Þið spyrjið: „Með hverju þreytum við hann?“ Með því að segja: „Sérhver illvirki er góður í augum Drottins, honum þykir vænt um slíka menn,“ eða: „Hvar er Guð sem dæmir?“

3. kafli

1 Sjá, ég sendi sendiboða minn, hann á að ryðja mér braut. Drottinn, sem þið leitið, kemur skyndilega til musteris síns og boðberi sáttmálans, sem þið þráið, hann kemur, segir Drottinn hersveitanna.
2 Hver getur afborið daginn þegar hann kemur, hver fær staðist þegar hann birtist? Hann er eins og eldur í bræðsluofni, eins og lútur sem bleikir þvott. 3 Hann sest til að bræða silfrið og hreinsa það, hann hreinsar syni Leví, hann gerir þá sem hreint silfur og skíragull. Þá munu þeir færa Drottni fórnargjafir á réttan hátt. 4 Þá verða fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa þóknanlegar eins og forðum daga og á löngu liðnum árum.
5 Ég mun koma til ykkar og halda dómþing. Ég kem brátt og vitna gegn galdramönnum, hórkörlum og meinsærismönnum, gegn öllum sem halda launum fyrir daglaunamönnum, kúga ekkjur og munaðarleysingja og þjaka aðkomumenn og óttast mig ekki, segir Drottinn hersveitanna.