27 Safnist saman og lofið Guð,
Drottin, sem er uppspretta Ísraels.
28 Þar er Benjamín yngstur
en ríkir yfir þeim,
höfðingjar Júda í hóp,
höfðingjar Sebúlons, höfðingjar Naftalí.
29 Neyt þú afls þíns, Guð,
beit þeim krafti sem þú birtir oss
30 frá musteri þínu í Jerúsalem.
Konungar munu færa þér gjafir.
31 Ógna þú dýrinu í sefinu,
uxaflokkunum
ásamt bolakálfum þjóðanna. [
Traðka niður þá sem girnast silfur.
Tvístra þú þjóðum er unna ófriði.
32 Menn munu koma með eirgripi frá Egyptalandi,
Kús [ mun lyfta höndum sínum til Drottins.
33 Syngið Guði, ríki jarðar,
syngið Drottni lof, (Sela)
34 honum sem ríður um himininn, himininn ævaforna,
og lætur raust sína hljóma, [ sína voldugu raust.
35 Lofið veldi Guðs,
yfir Ísrael er hátign hans
og máttur hans í skýjunum.
36 Óttalegur er Guð í helgidómi sínum,
Ísraels Guð veitir lýð sínum mátt og megin.
Lofaður sé Guð.