16Fjall Guðs er Basansfjall,
tindótt fjall er Basansfjall.
17Hví lítið þér, tindar, öfundarauga
fjallið er Guð hefur kjörið sér til bústaðar,
þar sem Drottinn mun ætíð búa?
18Vagnar Guðs eru tvisvar tíu þúsundir,
þúsundir á þúsundir ofan,
Drottinn kom frá Sínaí til helgidómsins.
19Þú steigst upp til hæða,
hafðir á burt bandingja,
tókst við gjöfum frá mönnum,
jafnvel uppreisnarmönnum.
Drottinn Guð mun búa þar.
20Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vorar dag eftir dag,
Guð er hjálpráð vort. (Sela)
21Guð er oss hjálpræðisguð
og alvaldur Drottinn bjargar frá dauðanum.
22 Guð sundurmolar höfuð óvina sinna,
hvirfil þess er lifir í sekt.
23 Drottinn segir: „Ég sæki þá frá Basan,
flyt þá frá djúpi hafsins
24 svo að þú megir baða fót þinn í blóði
og tungur hunda þinna fái sinn hlut af óvinunum.“
25 Menn horfa á inngöngu þína, ó Guð,
inngöngu Guðs míns og konungs í helgidóminn.
26 Söngvarar eru í fararbroddi,
þá strengleikarar
ásamt yngismeyjum er berja bumbur.