1 Spádómur frá Guði. Orð Drottins til Ísraels fyrir munn Malakí.

Guð elskar Ísrael

2 Ég elska ykkur, segir Drottinn. En þið spyrjið: „Hvernig hefur þú sýnt okkur kærleika þinn?“
Er Esaú ekki bróðir Jakobs? spyr Drottinn. 3 Samt elska ég Jakob og hata Esaú. Ég geri fjalllendi hans að auðn og fæ sjakölum eyðimerkurinnar erfðaland hans. 4 Segi Edómítar: „Við höfum orðið fyrir eyðingu en við munum endurreisa rústirnar,“ þá segir Drottinn hersveitanna: Byggi þeir mun ég niður rífa uns þeir verða kenndir við land ranglætisins og nefndir þjóðin sem Drottinn er ævinlega reiður. 5 Þið munuð sjá það með eigin augum og segja: „Drottinn er mikill, máttur hans nær langt út fyrir land Ísraels.“