47 Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. 48 Ég er brauð lífsins. 49 Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. 50 Þetta er brauðið sem niður stígur af himni. Sá sem etur af því deyr ekki. 51 Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“