Sigur trúarinnar

1 Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. 2 Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. 3 Því að elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung 4 því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.

Vitnisburður Guðs

5 Hver er sá sem sigrar heiminn nema sá sem trúir að Jesús sé sonur Guðs?
6 Hann er sá sem kom með vatni og blóði, Jesús Kristur. Ekki með vatninu eingöngu heldur með vatninu og með blóðinu. Og andinn er sá sem vitnar því að andinn er sannleikurinn. 7 Þrír eru þeir sem vitna [í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:][ 8 Andinn og vatnið og blóðið og þeim þremur ber saman. 9 Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri. Þetta er vitnisburður Guðs sem hann hefur vitnað um son sinn. 10 Sá sem trúir á son Guðs hefur vitnisburðinn innra með sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gert hann að lygara af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð sem Guð hefur vitnað um son sinn. 11 Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. 12Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki á son Guðs á ekki lífið.