Andkristur

18 Börn mín, hin síðasta stund er runnin upp. Þið hafið heyrt að andkristur kemur og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum við að það er hin síðasta stund. 19 Þeir komu úr okkar hópi en heyrðu okkur ekki til. Ef þeir hefðu heyrt okkur til þá hefðu þeir áfram verið með okkur. En þetta varð til þess að augljóst yrði að enginn þeirra heyrði okkur til.
20 Þið þekkið öll sannleikann því að Hinn heilagi hefur smurt ykkur anda sínum. 21 Ég hef ekki skrifað ykkur vegna þess að þið þekkið ekki sannleikann heldur af því að þið þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum.
22 Hver er lygari ef ekki sá sem neitar að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn sem afneitar föðurnum og syninum. 23 Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn. 24En haldið áfram að ígrunda boðskapinn sem þið heyrðuð í upphafi. Ef þið haldið stöðuglega við það sem þið heyrðuð í upphafi, þá munuð þið einnig vera stöðug í samfélagi við soninn og föðurinn. 25 Og þetta er fyrirheitið sem hann gaf okkur: Hið eilífa líf.
26 Þetta hef ég skrifað ykkur um þá sem eru að leiða ykkur afvega. 27 Andinn, sem Kristur smurði ykkur með, býr í ykkur og þið þurfið þess ekki að neinn kenni ykkur því andi hans fræðir ykkur um allt, hann er sannleiki en engin lygi. Verið stöðug í honum eins og hann kenndi ykkur.
28 Og nú, börnin mín, lifið í samfélagi við hann til þess að við getum, þegar hann birtist, átt djörfung og blygðumst okkar ekki fyrir honum þegar hann kemur. 29 Þið vitið að hann er réttlátur. Þá skiljið þið einnig að hver sem iðkar réttlætið er barn Guðs.