1. kafli

Dagur reiðinnar

14Í nánd er hinn mikli dagur Drottins,
hann er í nánd og færist óðfluga nær.
Bitran hljóm fær dagur Drottins
og beiskleg verða óp kappans.
15Dagur reiði verður dagur sá,
dagur neyðar og þrengingar,
dagur eyðingar og auðnar,
dagur myrkurs og sorta,
dagur skýja og dimmu,
16dagur hornaþyts og herópa
gegn víggirtu borgunum
og varðturnunum háu.
17Ég mun skelfa þessa menn
og þeir munu reika um sem blindir menn
því að þeir hafa syndgað gegn Drottni.
Blóði þeirra verður þyrlað sem ryki
og innyflum þeirra sem saur.
18Hvorki silfur þeirra né gull
megnar að bjarga þeim.
Á reiðidegi Drottins
og í heiftarbáli hans verður öllu landinu eytt.
Gereyðingu og bráða tortímingu
býr hann öllum sem í landinu eru.

2. kafli

Hvatning til hinna hógværu

1Safnast, kom saman,
þú blygðunarlausa þjóð,
2áður en stundin rennur
sem feykist hjá eins og hismi,
áður en hin brennandi reiði Drottins
kemur yfir þig,
áður en reiðidagur Drottins
kemur yfir þig.
3Leitið Drottins,
allir hógværir í landinu
sem farið að boðum hans.
Ástundið réttlæti,
ástundið auðmýkt.
Ef til vill veitist yður hæli
á reiðidegi Drottins.