Hvers vegna köstum við ekki þessu grimmilega Gamla testamenti og höldum við okkur bara við kærleiksboðskap Krists? Þannig spyrja margir, en þegar nánar er að gáð þá er málið ekki svona einfalt. Í Gamla testamentinu er mikið um  kærleiks- og náðarríkan boðskap sem á sínum tíma var byltingarkenndur. Nú býðst áhugaskömum að kynna sér það nánar næstu miðvikudaga kl. 20-21 í Lindakirkju.

Frá og með miðvikudagskvöldinu 16. janúar hefjast biblíulestrakvöld í Lindakirkju í umsjón Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests. Um verður að ræða fjórtán lestra og verður Fyrsta Mósebók lesin frá og með fyrirheiti Abrahams. Allir eru velkomnir, frjáls mæting og að sjálfsögðu ókeypis.

Munið miðvikudagskvöld kl. 20-21

ABRAHAM
16.1. – Fyrirheit og ferðalag– 1. Mós. 12 og 13
23.1. – Hver í ósköpunum var þessi Melkísedek?– 1. Mós. 14
30. 1. – Þrevetra kvíga í pörtum – 1. Mósebók 15
6. 2. – Umskurnin, maður minn!– 1. Mósebók 16
13.2 – Borða englar skyr? – 1. Mós. 17, 18 og 21
20. 2. – Niður Lot –  1. Mósebók 18 og 19

ÍSAK
27. 2. – Ísak bundinn. 1. Mósebók 22  Hlaupið verður hratt yfir sögu Ísaks en sérstök áhersla lögð á það þegar Guð segir Abraham að fórna syni sínum. (Um Ísak má lesa í 1. Mós. 17, 21, 22, 24, 25, 26, 27, 28, 31 og 35).

JAKOB
6. 3. – Sagan af baunakássunni dýru – 1. Mós. 25, 27, 32 og 33
13. 3. – Himnastiginn og glíman – 1. Mós. 28.10-19 og 32. 22-32

JÓSEF
20. 3. – Uppáhaldssonurinn öfundaði – 1. Mós. 37-39 og 40.37-57
27. 3. – Draumar Jósefs – 1. Mós. 37. 5-11, kafli 40 og 41.1-37 (Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir kemur í heimsókn og ræðir um drauma í Biblíunni).
3. 4. – Þér ætluðuð að gera mér illt, EN! – 1. Mós. 42-50
10. 4. – Babelsturninn 1. Mós 11.1-8
14. 4. – Tré – 1. Mós. 2 og Opinberunarbókin 22