Biblíulestur 14. janúar – 2Mós 10.21-29

2018-12-26T14:58:59+00:00Mánudagur 14. janúar 2019|

Níunda plágan: Myrkur

21 Drottinn sagði við Móse: „Lyftu hendi þinni til himins svo að þreifandi myrkur komi yfir Egyptaland.“ 22 Móse lyfti hendi sinni til himins. Þá varð svartamyrkur um allt Egyptaland í þrjá daga. 23 Menn gátu hvorki séð hver annan né hreyft sig úr stað í þrjá daga. En allir Ísraelsmenn höfðu birtu í híbýlum sínum.
24 Faraó kallaði þá Móse fyrir sig og sagði: „Farið og þjónið Drottni en þið verðið að skilja eftir sauðfé ykkar og stórgripi. Börn ykkar mega fara með ykkur.“ 25 Móse svaraði: „Þó að þú fengir okkur í hendur sláturfórnir og brennifórnir og við færðum þær Drottni, Guði okkar 26 yrði búfé okkar að fara með okkur. Ekki ein klauf má verða eftir því að við munum taka af eigin búfé, til að þjóna Drottni, Guði okkar. En sjálfir vitum við ekki með hvaða fórnardýri við eigum að þjóna Drottni fyrr en við komum þangað.“
27 Drottinn herti hjarta faraós og hann vildi ekki sleppa þeim. 28 En faraó sagði við Móse: „Farðu burt og varast að koma mér oftar fyrir augu því að á þeim degi, sem þú kemur aftur fyrir augu mín, skaltu deyja.“ 29 Móse svaraði: „Svo skal verða sem þú segir: Ég kem ekki oftar fyrir augu þín.“

Title

Fara efst