1 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Miktam eftir Davíð þá er Sál sendi menn og þeir héldu vörð um húsið til þess að drepa hann.
2Frelsa mig frá óvinum mínum, Guð minn,
bjarga mér frá fjendum mínum.
3Frelsa mig frá illgjörðamönnunum
og hjálpa mér undan morðingjunum.
4Sjá, þeir sitja um líf mitt,
hinir sterku ráðast gegn mér
þótt ég hafi ekki brotið eða syndgað, Drottinn.
5Þótt ég sé saklaus hlaupa þeir fram og búast til áhlaups.
Vakna þú mér til liðveislu og lít á.
6Drottinn, Guð hersveitanna, Ísraels Guð,
vakna þú og vitja allra þjóða,
þyrm eigi guðlausum misgjörðamönnum. (Sela)
7Þeir snúa aftur á kvöldin,
ýlfra eins og hundar
og sveima um borgina.
8Sjá, það vellur úr munni þeirra,
sverð eru á vörum þeirra
en hver hlustar?