15 Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins sögðu hirðarnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem að sjá það sem gerst hefur og Drottinn hefur kunngjört okkur.“ 16 Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu. 17 Þegar þeir sáu það skýrðu þeir frá því er þeim hafði verið sagt um barn þetta. 18 Og allir sem heyrðu undruðust það er hirðarnir sögðu þeim. 19 En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. 20 Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.