Trúin bjargar

18 Meðan Jesús mælti þetta við þá kom forstöðumaður einn, laut honum og sagði: „Dóttir mín var að skilja við, kom og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna.“
19 Jesús stóð upp og fór með honum og lærisveinar hans.
20 Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki Jesú og snart fald klæða hans. 21 Hún hugsaði með sér: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans mun ég heil verða.“
22 Jesús sneri sér við og er hann sá hana sagði hann: „Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér.“ Og konan varð heil frá þeirri stundu.
23 Þegar Jesús kom að húsi forstöðumannsins og sá pípuleikara og fólkið í uppnámi 24 sagði hann: „Farið burt! Stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“ En þeir hlógu að honum. 25 Þegar fólkið hafði verið látið fara gekk hann inn og tók hönd hennar og reis þá stúlkan upp. 26 Og þessi tíðindi bárust um allt héraðið.