Ég hata, ég fyrirlít hátíðir yðar. Ég hef enga ánægju af samkomum yðar. Jafnvel þótt þér færið mér brennifórnir og kornfórnir lít ég ekki við þeim, né heldur matfórnum yðar af alikálfum. Burt með glamur sálma þinna sem aðeins er hávaði. Ég vil ekki heyra hörpuleik þinn. Réttvísi skal streyma fram sem vatn og réttlæti sem sírennandi lækur.