17Sá lánar Drottni sem líknar fátækum,
hann mun endurgjalda honum.
18Agaðu son þinn meðan enn er von,
gættu þess að gera ekki út af við hann.
19Hinn skapbráði mun hljóta refsingu,
reynir þú að bjarga honum gerir þú illt verra.
20Hlýddu ráðum og taktu umvöndun
svo að þú verðir vitur að lokum.
21Mörg er ráðagerð mannshjartans
en áform Drottins standa.