16En við hinn óguðlega segir Guð:
„Hví þylur þú boðorð mín
og tekur sáttmála minn þér í munn
17þar sem þú hatar aga
og snýrð baki við orðum mínum?
18Sjáir þú þjóf leggurðu lag þitt við hann
og hefur samneyti við hórkarla.
19Þú lætur illt umtal þér um munn fara
og tunga þín temur sér lygar.
20Þú situr og níðir bróður þinn,
rægir son móður þinnar.
21Þetta gerðir þú og ég var hljóður,
þú taldir mig vera eins og þú ert.
Ég ávíta þig og leiði þér þetta fyrir sjónir.“
22 Hyggið að þessu, þér sem gleymið Guði,
ella ríf ég yður sundur og enginn er til bjargar.
23 Sá sem færir þakkarfórn heiðrar mig
og þann sem breytir grandvarlega
læt ég sjá hjálpræði Guðs.