15Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar
og eyra hinna vitru leitar þekkingar.
16Gjöf greiðir þeim veg sem gefur
og leiðir hann fram fyrir stórmenni.
17Sá er fyrst flytur mál sitt virðist hafa á réttu að standa
uns andstæðingurinn vefengir rök hans.
18Hlutkestið bindur enda á deilu
og sker úr málum hinna voldugu.
19Hlunnfarinn bróðir er sem rammbyggt virki,
deilur sem slagbrandar fyrir hallardyrum.
20Af ávexti munnsins mettast kviðurinn,
uppskera varanna seður manninn.
21Dauði og líf eru á valdi tungunnar,
sá sem henni beitir mun og þiggja ávöxt hennar.
22 Sá sem eignast konu eignast gersemi
og hlýtur náðargjöf frá Drottni.
23 Hinn fátæki biður í auðmýkt
en hinn ríki svarar með hörku.
24 Til eru vinir sem bregðast
og til er sá vinur sem reynist tryggari en bróðir.