1 Til söngstjórans. Lag: Liljur. Kóraítamaskíl. Brúðkaupskvæði.
2Hjarta mitt svellur af ljúfum orðum,
konungi flyt ég kvæði mitt,
tunga mín er sem penni hraðritara.
3Fegurri ert þú öðrum mönnum,
yndi streymir um varir þínar,
fyrir því hefur Guð blessað þig að eilífu.
4Gyrð lendar þínar sverði, þú hetja,
ljóma þínum og vegsemd.
5Sæktu sigursæll fram
í þágu sannleika, mildi og réttlætis.
Hægri hönd þín kenni þér ógnarleg stórvirki.
6Örvar þínar eru hvesstar,
þær hæfa hjarta fjandmanna konungsins,
þjóðir falla að fótum þér.