Biblíulestur 24. júní – Matt 11.11-15 – Jónsmessa

2018-04-20T17:09:07+00:00Sunnudagur 24. júní 2018|

11 Sannlega segi ég yður: Enginn er sá af konu fæddur sem meiri sé en Jóhannes skírari. En hinn minnsti í himnaríki er honum meiri. 12 Frá dögum Jóhannesar skírara og til þessa er ríki himnanna valdi beitt og árásarmenn reyna að hremma það. 13 Spámennirnir allir og lögmálið, allt fram að Jóhannesi, sögðu fyrir um þetta. 14 Og ef þér viljið við því taka þá er hann Elía, sá sem koma skyldi. 15 Hver sem eyru hefur hann heyri.