9 Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni. 10 Ef þér haldið boðorð mín verðið þér stöðug í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.
11 Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn. 12 Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.