16Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna,
hver standa með mér gegn illgjörðamönnum?
17Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín
yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar.
18Þegar ég hugsa: „Mér skriðnar fótur,“
þá styður mig miskunn þín, Drottinn.
19Þegar áhyggjur þjaka mig
hressir huggun þín sál mína.
20Ert þú í bandalagi við hinn spillta dómstól
sem misnotar lögin og veldur þjáningu?
21Þeir sitja um líf hins réttláta og sakfella saklaust blóð.
22 En Drottinn er mér háborg
og Guð minn klettur mér til hælis.
23 Hann geldur þeim misgjörð þeirra
og tortímir þeim í illsku þeirra,
Drottinn, Guð vor, afmáir þá.