Jesús læknar

14 Jesús kom í hús Péturs og sá að tengdamóðir hans lá með sótthita. 15 Hann snart hönd hennar og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina.
16 Þegar kvöld var komið færðu menn til hans marga er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu og alla þá er sjúkir voru læknaði hann. 17 Orð Jesaja spámanns áttu að rætast: „Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.“

Fylg þú mér

18 En þegar Jesús sá mikinn mannfjölda kringum sig bauð hann lærisveinunum að fara með sig yfir vatnið. 19 Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: „Meistari, ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“
20 Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“
21 Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“
22 Jesús svarar honum: „Fylg þú mér en lát hina dauðu jarða sína dauðu.“