39 En nú hefur þú hafnað þínum smurða,
útskúfað honum í reiði þinni,
40 þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn,
vanhelgað kórónu hans og fleygt til jarðar.
41 Þú braust niður alla varnarmúra hans
og lagðir virki hans í rúst.
42 Allir vegfarendur ræna hann
og grannar hans hæða hann.
43 Þú hefur hafið hægri hönd óvina hans
og glatt alla fjandmenn hans.
44 Þú snerir sverðseggjum hans undan
og studdir hann ekki í stríðinu.
45 Þú eyddir vegsemd hans
og steyptir hásæti hans til jarðar.
46 Þú hefur stytt æskudaga hans
og hulið hann smán. (Sela)
47 Hversu lengi, Drottinn,
ætlar þú að dyljast,
á reiði þín að loga sem eldur?
48 Minnstu þess hve ævi mín er stutt
og til hvílíks fánýtis þú hefur skapað mennina.
49 Hver er sá er lifir og sér eigi dauðann,
hver heimtir líf sitt úr greipum Heljar? (Sela)
50 Hvar eru fyrri náðarverk þín, Drottinn,
sem þú sórst Davíð í trúfesti þinni?
51 Minnstu, Drottinn, háðungar þjóna þinna,
á mér hvílir háð margra þjóða
52 sem fjandmenn þínir smánuðu þig með, Drottinn,
og vanvirtu fótspor þíns smurða.
53 Lofaður sé Drottinn að eilífu.
Amen. Amen.