Verið fullkomin
38 Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40 Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41 Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42 Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43 Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44 En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45 Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. 46 Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? 47 Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum[ einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. 48 Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.