17 En þú, mannssonur, snúðu andliti þínu gegn dætrum þjóðar þinnar sem flytja spámæli úr eigin hjarta. Flyttu boðskap gegn þeim 18 og segðu: Svo segir Drottinn Guð: Vei þeim sem sauma borða á alla úlnliði og gera fólki höfuðskýlu af hvaða stærð sem er til að veiða það.[ Haldið þið að þið getið veitt fólk af þjóð minni og haldið því á lífi ykkur til ávinnings? 19 Þið hafið vanhelgað mig meðal þjóðar minnar fyrir nokkra hnefa af byggi og fáeina brauðmola. Þið hafið deytt þá sem ekki áttu að deyja en þyrmt þeim sem ekki áttu að lifa með því að ljúga að þjóð minni sem hlustar á lygi.
20 Þess vegna segir Drottinn Guð svo: Ég mun ráðast gegn borðunum sem þið veiðið fólk með eins og fugla, ég mun rífa þá af handleggjum ykkar og sleppa lausum þeim sem þið hafið veitt eins og fugla. 21 Ég mun einnig rífa höfuðskýlurnar í burtu og frelsa þjóð mína úr greipum ykkar svo að hún verði ekki framar bráð í klóm ykkar. Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn. 22 Þið hafið kvalið huga hins réttláta með lygi þó að ég ætlaði ekki að kvelja hann. Hins vegar hafið þið stutt hinn guðlausa til að hverfa ekki frá villu síns vegar svo að hann lifi. 23 Þess vegna skuluð þið hvorki sjá neinar tálsýnir framar né fara með spádóma. Ég mun frelsa þjóð mína úr greipum ykkar. Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn.